Sigur Rós endaði hringferð RÚV í Grindavík
Hljómsveitin Sigur Rós, í samstarfi við RÚV og Rás 2, tókst á við Þjóðveg eitt í rúmlega 24 klukkustunda langri beinni útsendingu á RÚV 2 og RÚV.is. Á hringferðinni var tilbrigði af nýju lagi Sigur Rósar leikið. Hringferðinni er nú lokið en henni lauk í Grindavík, þar sem myndband við lag Sigur Rósar, Óveður, var tekið upp.
Á hringferðinni um Ísland, sem hófst kl. 21:00 í gærkvöldi var leikin útsetning af laginu Óveður þar sem tónlistarforrit endurútsetti lagið í sífellu, sekúndu fyrir sekúndu. Þeir sem gáfu sér tíma til að fylgjast með lokametrum útsendingarinnar nú áðan tóku eftir því að útsendingarbíll RÚV stöðvaði við Gróttu þar sem síðan hófst spilun á myndbandinu við Óveður, sem tekið var upp í Grindavík í vor.
Nýja myndbandið er í spilaranum hér að ofan.