Sigrún Sævars gestur Suður með sjó
Tónlistarkonan Sigrún Sævarsdóttir Griffiths er viðfangsefni Suður með sjó, sjónvarpsþáttaraðar frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Sigrún er að gera athyglisverða hluti í tónlistinni en hún hefur búið í London í mörg ár og starfar við kunnan tónlistarskóla, þar sem hún hefur m.a. unnið með heimilislausu fólki að tónlistarsköpun. Sigrún hefur einnig síðustu misseri unnið að áhugaverðu verkefni hér á landi, m.a. í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Suður með sjó er á dagskrá Hringbrautar og vf.is fjóra fimmtudaga nú í júlí og ágúst. Sigrún er gestur í þætti vikunnar sem frumsýndur var í gærkvöldi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.