Laugardagur 16. febrúar 2013 kl. 19:43

Siggi Ingimundar: „Stoltur af stelpunum“

Sigurður Ingimundarson stýrði liði Keflavíkur til sigurs í Poweradebikar kvenna 2013. Hann var mjög ánægður sem stúlkur sínar í leiknum en þær gáfust ekki upp þrátt fyrir að verða fyrir miklu áhlaupi frá Valskonum í þriðja leikhluta.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn og stoltur að stelpurnar hafi klárað þennan leik með sigri – frábært hjá þeim,“ sagði Sigurður í leikslok.

„Valsmenn léku frábærlega í þriðja leikhluta þar sem þær unnu okkur með nánast 20 stigum. Við héldum okkur við leikplanið og fórum ekki á taugum.“