Fimmtudagur 19. janúar 2023 kl. 19:25

Sigga Palla og Anton í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, er Suðurnesjamaður ársins 2022. Hún er í skemmtilegu viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku þar sem hún segir frá áhugaverðum verkefnum sem hún er að fást við í apótekinu sínu.

Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, er þrítugur um þessar mundir. Hann ákvað að fagna áfanganum með því að gefa út eigin tónlist. Sigurbjörn Daði tók hús á Antoni og ræddi við hann um tónlist og Anton tók einnig lagið.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Nýjasti þátturinn er í spilaranum hér að ofan.