Föstudagur 25. janúar 2013 kl. 16:53

Sex dagar sýndir í Listasmiðjunni

Sýningin „Sex dagar“ í Listasmiðjunni á Ásbrú, þar sem sjö konur úr Reykjanesbæ sýna eitt verk eftir tveggja mánaða námskeið á vegum Myndlistarfélags Reykjanesbæjar opnaði í gærkvöldi.

Á sýningunni eru nokkur hundruð smámyndir sem blandað er saman í eina „simboliska“ heild. Verkið er trúarlegt og var verkið útskýrt á sýningunni. Á námskeiðinu var farið m.a. í gegnum frjáls og ómeðvituð vinnubrögð til skissugerðar, simbólisma og listasögu.

Hvert smáverk sem er á sýningunni er í raun skissa að einhverju sem komið gæti á seinni stigum og leitun innávið að formum og myndbyggingum.

Fullyrða má að ekki hafi verið sett upp samskonar sýning þar sem enginn einn getur eignað sér verkin sem sýnd eru.

Eftirtaldir koma að sýningunni:
Bjarnveig Björnsdóttir,
Marta Haraldsdóttir,
Unnur M Sigurðardóttir,
Svanfríður Sverrisdóttir,
Svanhildur H Gunnarsdóttir,
Unnur Inga Karlsdóttir,
Þóra Jónsdóttir.


Uppsetningu á sýningu sá kennari hópsins, Guðmundur R Lúðvíksson, um.

Guðmundur R Lúðvíksson ræddi um sýninguna og þá hugmynd sem býr að baki henni við Hilmar Braga frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Viðtalið er hér að neðan.

 

Listaverk af sýningunni.

Gestir við opnun sýningarinnar.

Frá sýningunni „Sex dagar“.

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson útskýrði sýninguna fyrir gestum og einnig áhorfendum á Sjónvarp Víkurfrétta. VF-myndir: Hilmar Bragi