Laugardagur 27. ágúst 2011 kl. 17:41

Setur þetta ekki á í partýum

Þeir félagar Björgvin Ívar Baldursson og Valdimar Guðmundsson sameina krafta sína á nýrri plötu sem er væntanleg innan skamms. Þetta hliðarverkefni þeirra hlaut nafnbótina Eldar og í þessu myndbandi sem við sjáum hér heyrum við frumflutning á lagi eftir dúóið dínamíska. Þeir félagar rifja svo upp hvernig þetta hófst allt saman og segja okkur frá m.a áhrifavöldum sínum og ýmsu varðandi Elda. Björgvin Ívar er á því að þetta sé í raun ekki svo skemmtileg tónlist eins og heyra má í skemmtilegu viðtali við strákana í Eldar.