Setningarræða forseta bæjarstjórnar á þjóðhátíðardaginn
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, flutti setningarræðu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í Reykjanesbæ.
„Hingað til hefur maður tekið því sem sjálfsögðum hlut að geta komið hingað í garðinn og glaðst vegna þessara tímamóta en sá faraldur sem geysað hefur vel á annað ár hefur kennt okkur að taka ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. Þegar ég stóð hér síðast árið 2018 og minnist þá m.a. annars á Spænsku veikina sem herjað hafði á fólkið okkar hundrað árum fyrr, hvarflaði það ekki að nokkrum manni að við myndum vera að takast á við sambærilegan eða svipaðan faraldur og þá hafði geysað. Sem betur fer hefur þekkingu á eðli sjúkdóma fleygt fram og við í annarri og betri stöðu til þess að takast á við þennan faraldur en landar okkar og forfeður fyrir einni öld síðan. Talið var að um það bil 500 Íslendingar hafi látist af Spænsku veikinni þegar íbúafjöldi á Íslandi var ekki nema tæplega 92 þúsund manns, samanborið við að 30 einstaklingar hafa látist vegna Covid-19 nú þegar að Ísland er orðið 370 þúsund manna samfélag,“ sagði Guðbrandur m.a. í ræðu sinn.
Horfa má á setningarræðuna í spilaranum hér að ofan.