Sara Rún: „Vilji og barátta skóp sigurinn“
Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var alsæl eftir sigur Keflavíku í Poweradebikarnum 2013. Hún lék mjög vel í leiknum og átti stóran þátt í sigri Keflavíkur. Þetta er hennar fyrsti stóri titill með félaginu en á síðustu leiktíð varð hún deildarbikarmeistari.
Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul er hún lykilleikmaður í liðinu. Víkurfréttir ræddu við hana eftir að titillinn var í höfn.