Þriðjudagur 4. september 2012 kl. 07:05

Sameinuðu krafta fólks með ólíkan bakgrunn

Dagana 23. til 29. júlí dvöldu 21 erlendir og íslenskir háskólanemar og menningarfrömuðir í Garðinum og unnu að hugmyndum fyrir verðandi safn í Sjólyst. Verkefnið bar heitið Art and Technology - United Front on a Forward Route og fékkst við að sameina krafta fólks með ólíkan bakgrunn, bæði menningarlegan og mismunandi menntun.

Í tengslum við verkefnið hefur verið sett saman myndband sem sjá má hér að neðan.