Saltfiskur í Bláa lóninu
– 4. þáttur (seinni hluti) Sjónvarps Víkurfrétta í 1080P
Sumarið fór ekki, sögðu matreiðslumeistararnir í Bláa lóninu sem hafa haft í nógu að snúast síðustu vikur. Þeir voru að elda saltfisk með kokki frá Spáni þegar Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við í heimsókn. Nú eru eldaðar steikur fyrir 150-200 manns í hádeginu alla daga á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu. Staðurinn var lokaður á sama tíma í fyrra.
Sjónvarp Víkurfrétta var einnig á Nettómótinu í körfubolta, kíkti á öskudagsstemmningu í Reykjaneshöll og Böðvar Gunnarsson í Víkingaheimum leikur lokalag þáttarins á munngígju.
Fjórði þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er nú aðgengilegur á netinu í 1080P myndgæðum.