Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 11:11

Sakaður um bjartsýni

„Við höfum lagt gríðarlega áherslu á að bæta umhverfi okkar, bæta fjölskyldumálin. Ég er mjög stoltur af forvarnarverkefninu sem er verið að vinna fyrir yngstu aldurshópana og svo auðvitað höfum við lagt sterkan grunn að atvinnuverkefnum sem menn þekkja hér. Það er ekki bara álver, sem mest hefur verið talað um í fjölmiðlum, við erum líka að tala um kísilver, gagnaver, heilsusjúkrahús á Ásbrú,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.