Safnarinn Dísa í Akri
– Sjónvarp Víkurfrétta skoðar sérstakt safn í Grindavík
Þórdís Ásmundsdóttir, sem oftast er kölluð Dísa, fluttist frá Stöðvafirði til Grindavíkur árið 1993. Húsið sem hún býr í heitir Akur, sem staðið hefur við fjöruborðið frá árinu 1920. Húsið vekur gjarnan mikla athygli þeirra sem eiga leið fram hjá því það er bæði fallegt og umhverfis það eru margir áhugaverðir og skrautlegir munir.
Heimili Dísu hefur smám saman breyst í hálfgert byggðasafn því þegar gengið er inn í það er nánast hver fersentrimetri nýttur með munum sem hún hefur safnað í tímans rás.
Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Dísu og skoðaði safnið hennar.