Rúnar syngur með Kristjáni (video)
Rúnar Þór Guðmundsson hætti á sjónum og fór í söngnám og æfir nú söngröddina undir vökulu auga Kristjáns Jóhannssonar, okkar þekktasta óperusöngvara en hann er nýkominn heim til Íslands og farinn að kenna ungum og efnilegum söngnemendum.
Rúnar sækir söngtíma hjá Kristjáni sem er með aðstöðu í söngskóla síns gamla meistara, Sigurðar Dementz á Granda í Reykjavík. Fréttamaður Víkurfrétta fylgdist með einum tíma hjá köppunum en framundan eru stórtónleikar Kristjáns og söngvina í nýjum Stapa 27. mars nk. Þar munu auk Kristjáns og Rúnars, Diddú, Gissur Páll Gissurarson og Suðurnesjabassinn Jóhann Smári Sævarsson syngja með stórhljómsveit Hjörleifs Valssonar.