Mánudagur 29. desember 2014 kl. 13:30

Rúdolf, lúðrablástur og jólasveinar

– sjónvarpsmyndir frá Þorláksmessu í Reykjanesbæ

Jólaandinn sveif yfir vötnum á Þorláksmessu í Reykjanesbæ. Miðbær Keflavíkur var fullur af fólki í jólagjafainnkaupum, jólasveinarnir fjölmenntu á jólasveinarútunni sem ber nafnið Rúdolf og lúðrablásarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu klassísk jólalög framan við verslanir við Hafnargötu.

Í meðfylgjandi myndskeiði er stutt samantekt af stemningunni á Þorláksmessu í Reykjanesbæ eins og hún kom kvikmyndatökumanni Sjónvarps Víkurfrétta fyrir sjónir á Þorláksmessukvöld.