Réttir í Grindavík
Réttað var í Þórkötlustaðarrétt í Grindavík um þarsíðustu helgi. Smalað var á laugardeginum í blíðskaparveðri og réttirnar fóru svo fram á sunnudeginum í rigningu og slagviðri. Frístundabændur í Grindavík eiga uppistöðuna í því fé sem rekið var af fjalli. Fé fækkar með hverju árinu sem líður og frístundabændum fækkar. Það er ekki í tísku lengur að stunda rollubúskap.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, okkar maður í Grindavík, skellti sér í smölun og réttir.