Rapparinn Sigga Ey með Hrátt kjöt
– Sjónvarp Víkurfrétta með nýtt myndband
„Þetta var bara fullkomin alsæla,“ segir Sigríður Eydís Gísladóttir, eða Sigga Ey eins og hún kallar sig, nýkrýndur sigurvegari Rímnaflæðis. Sigga sigraði í keppninni sem hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Hún er aðeins önnur stelpan sem sigrar í keppninni frá upphafi, en Rímnaflæði var haldið í 15. sinn nú í ár.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Siggu Ey í hljóðveri Geimsteins á Skólaveginum. Þar flytur hún einnig sigurlagið „Hrátt kjöt“ fyrir okkur.