Föstudagur 13. júní 2014 kl. 10:04

Rally, Reykjanesganga og uppskeruhátíð

– Sautjándi sjónvarpsþáttur Víkurfrétta

Sautjándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á vefinn. Í þættinum þessa vikuna er farið í gönguferð með Reykjanesgönguferðum en um 130 manns mættu í gögnuferð frá Straumsvík og í Hvassahraun.

Í þættinum förum við einnig á uppskeruhátíð hjá íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum, Nesi.

Það er vissara að spenna beltin í síðari hluta þáttarins því þá skellum við okkur í rallkeppni og setjumst í sæti aðstoðarökumanns í keppnisbíl Team Pumba sem þeir félagar Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson keppa á í Íslandsmótinu í rallakstri.