Sunnudagur 27. nóvember 2016 kl. 22:07

Rafmagnslaus selur í Vogum

Útvarpsmaðurinn ástsæli Guðni Már Henningsson og Steina Elena, fimm ára dóttir hans, sendu á dögunum frá sér bókina Það er rafmagnslaust hjá selnum. Bókin geymir samtöl þeirra feðgina um lífið og tilveruna síðan Steina var tveggja ára gömul. 
 
„Ég var orðinn svolítið aldraður þegar ég eignaðist Steinu og vildi skilja eftir minningar fyrir hana um sig og pabba sinn. Ég kunni ekkert annað ráð en að skrifa sögurnar í tölvu en af því að þær geta klikkað setti ég þær á Facebook,“ segir hann. 
 
Þar fékk Guðni góð viðbrögð við sögunum og fólk fór að þrýsta á hann að gefa þær út á bók. „Þá fór ég að velta því fyrir mér hvers konar bók það yrði eiginlega og hver myndi lesa hana. Þetta eru eiginlega bara minningar um samtölin okkar,“ segir hann.
 
Í spilaranum hér að ofan er viðtal við þau feðgin.