Pólskir bræður, tímamótahlaup og útskrift hjá FS í Suðurnesjamagasíni
Í þætti vikunnar af Suðurnesjamagasíni hittum við tvo pólska bræður sem hafa alist upp á Suðurnesjum og eru að gera skemmtilega hluti. Við förum í tímamótahlaup á Keflavíkurflugvelli með starfsmönnum Isavia og svo sýnum við ykkur brot frá útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja en yfir 100 nemendur voru brautskráðir þar á vorönn.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum.