Fimmtudagur 22. september 2022 kl. 19:30

Plastlaus lífsstíll, rafmagnsbílar og réttir í Suðurnesjamagasíni

Í Suðurnesjamagasíni kvöldsins heimsækjum við matarbúðina Nándina í Keflavík en eigendur verslunarinnar segja plastlausan lífsstíl vera framtíðina. Rafmagnsbílar koma einnig við sögu í Suðurnesjamagasíni og þá förum við í göngur og réttir með frístundabændum úr Grindavík.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.