Pétur H. Pálsson: Þurfum að gera sveitarfélögin öflugri
„Við erum í þeirri stöðu Íslendingar að gera miklar kröfur um lífsgæði. Við viljum hafa góða ókeypis og frábæra skóla og gott heilbrigðiskerfi svo dæmi sé tekið. Það þarf að vera framleiðniaukning í öllum greinum atvinnulífsins. Ég hef mikla trú á því að þetta svæði hafi allt upp á að bjóða sem íbúar biðja um.
Ég vona það að þegar niðurstaða liggur fyrir úr greiningarvinnu verði þessi möguleiki skoðaður af alvöru og nálgist málið. Stolt okkar Grindavíkinga, fyrirtækin Cotland og Haustak eru til að mynda í Reykjanesbæ. Ég held að verstöðin Íslandi þurfi á því að halda að fækka sveitarfélögum og gera þau öflugri til að eiga meiri möguleika á að veita betri þjónustu og lífskjör.
Sveitarfélagið Suðurnes mun, gangi allt eftir sem við höfum trú á að sé möguleiki, geta boðið upp á allt sem fólk óskar eftir í búsetu, “ segir Pétur Pálsson í áhugahópi um framþróun og eflingu Suðurnesja.
Áhugahópur um framþróun og sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur gert samkomulag við skólasamfélagið Keili á Ásbrú um að greina möguleika á því að auka lífsgæði og gera Suðurnesin eftirsóknarverðari til framtíðar. Nemendur á svokallaðri háskólabrú Keilis munu vinna verkefnið næsta haust og ljúka því um áramót, í síðasta lagi næsta vor. Pétur er einn af fjórum einstaklingum frá Suðurnesjum sem skipar áhugahóp um eflingu Suðurnesja og sameiningu sveitarfélaga.
Hér að ofan má sjá viðtalið við Pétur.