Fimmtudagur 20. október 2011 kl. 13:16

Petrúnella Skúladóttir: Aldrei sátt við að tapa

Njarðvíkingar töpuðu gegn KR-ingum í Iceland Express deild kvenna í gær með 87 stigum gegn 97. Á köflum áttu þær grænu í fullu tré við þær röndóttu en að lokum reyndist slakur 2. leikhluti af hálfu Njarðvíkinga það sem skildi liðin af.

Petrúnella Skúladóttir átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga í gær en hún skoraði 22 stig og spilaði afbragðs góða vörn. Hún sagði í spjalli við VF að leik loknum að leikurinn hefði í raun getað dottið beggja vegna og bætti því við að KR væri feiknarsterkt lið sem væri búið að spila lengi saman.

Nánar má sjá hvað Petrúnella telur hafa farið úrskeiðis í gær í myndbandinu hér að ofan.