Perlur, sögur og vinnustaðamenning í Suðurnesjamagasíni
Það er fróðlegur og skemmtilegur þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku.
Við kíkjum í Suðurnesjabæ og höfum viðkomu á tveimur stöðum. Annars vegar á Garðskaga þar sem tveir æskuvinir úr Garðinum standa fyrir fróðlegum sögustundum á veitingahúsinu við byggðsafnið á Garðskaga. Þá förum við í Miðhús í Sandgerði þar sem eldri borgarar koma saman alla virka daga og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krabbameinsfélagi Suðurnesja.
Í síðari hluta þáttarins kíkjum við á fund hjá FKA á Suðurnesjum. Vinnustaðamenning var til umræðu og við fengum Steinunni Snorradóttur í myndver Víkurfrétta til að ræða málefnið. Mjög fróðlegt!
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.