Parket á B-salinn og Taekwondo-deildina heim
Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, segir erfitt að reka íþróttafélag í því árferði sem nú ríkir og rekstur deilda sé í járnum. Hann sé þó þakklátur fyrir allan þann stuðning sem Keflavík hafi. Efst á óskalista formannsins er að fá parket á gólfið í B-sal íþróttahússins við Sunnubraut og að Taekwondo-deild Keflavíkur fái æfingaaðstöðu í Keflavík. Deildin sé nú með æfingahúsnæði á Ásbrú og það hafi leitt til fækkunar í deildinni.
Sjónvarp Víkurfrétta átti viðtal við Einar fyrir helgi og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.