Parayoga og séra Skúli í Sjónvarpi Víkurfrétta
– Þátturinn aðgengilegur hér í 1080P háskerpu
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN öll fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þátturinn er á kirkjulegum og slakandi nótum að þessu sinni.
Í fyrri hluta þáttarins er viðtal við Séra Skúla S. Ólafsson sóknarprest í Keflavíkurkirkju í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar, sem haldið verður hátíðlegt á sunnudaginn. Skúli gerir upp árin í kirkjunni og segir frá öllu því öfluga starfi sem þar er unnið.
Í síðari hluta þáttarins er rætt við Arnór Vilbergsson organista og kórfólkið Dagnýju Gísladóttur og Sólmund Friðriksson. Þá förum við í Om Setrið við Hafnargötu í Keflavík og skellum okkur í slakandi parayoga.
Fyrir ykkur sem viljið horfa núna í háskerpu, þá er þátturinn í meðfylgjandi myndskeiði. Þið hin horfið í kvöld á ÍNN kl. 21:30.