Páll Óskar, Júlíus Viggó og yfir 1100 börn
- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Páll Óskar er í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í þessari viku. Sýningin Páll Óskar - einkasafn poppstjörnu, opnar í Rokksafni Íslands á laugardaginn.
Annar söngvari, sem er að stíga sín fyrstu skref, er einnig í þætti vikunnar. Þar erum við að tala um Júlíus Viggó Ólafsson úr Sandgerði. Hann tekur lagið í þættinum og ræðir um sönginn.
Leikskólinn Holt í Innri Njarðvík er orðinn þrítugur. Við kíktum í heimsókn.
Tuttugasta og fimmta Nettómótinu í körfubolta lauk í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Um 1100 börn og annað eins af foreldrum sóttu mótið. Við tókum púlsinn á mótshöldurum.
Þátturinn er aðgengilegur í 1080P háskerpu hér á vf.is fyrir tilstuðlan rásar okkar á Youtube, en þar má finna eldri þætti undir leitarorðinu Sjónvarp Víkurfrétta.