Laugardagur 16. febrúar 2013 kl. 19:13

Pálína: „Slökuðum á í sjö mínútur“

Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins í Poweradebikarnum í dag og ekki af ósekju. Pálína leiddi sitt lið til sigurs í bikarnum, skoraði 19 stig, og var stigahæst Keflavíkurstúlkna í leiknum gegn Val.

„Við slökuðum á í sjö mínútur í þessum leik sem varð til þess að Valur komst inn í leikinn. Ég átti sjálf ekkert sérstakan leik framan af en skoraði svo nokkur stig þegar á reyndi. Við unnum þetta á reynslunni. Mitt hlutverk er að stíga upp á réttum augnablikum og ég gerði það í dag,“ sagði Pálína eftir leikinn í dag. Nánar má heyra í Pálínu hér að neðan.