Óvissan í Grindavík og háhýsin við Keflavíkurhöfn í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín í þessari viku er helgað tveimur málum. Annars vegar er það óvissustig almannavarna í Grindavík vegna landriss við Þorbjörn. Þá skoðum við einnig háhýsi við Keflavíkurhöfn. Húsagerðin hefur byggt þar tvö háhýsi en íbúðir í seinna húsinu eru að fara í sölu á næstu dögum. Við ræðum við Áskel Agnarsson byggingaverktaka til næstum fimmtíu ára í þættinum.