Óttast mengunarslys vegna strands í Helguvík
Útgerð Fjordvik hefur frest til kl. 20 í kvöld að skila aðgerðaráætlun vegna björgunarskipsins. Skipið var að koma með um 1600 tonn af sementi til Helguvíkur þegar það strandaði. Fjórtán manna áhöfn var um borð í skipinu og íslenskur hafnsögumaður, sem var nýverið kominn um borð.
Lítið er aðhafst á slysstað þessa stundina vegna veðurs. Von er á varðskipinu Þór til Helguvíkur síðdegis en varðskipið Týr var kominn að Helguvík undir morgun.
Í dag verður haldið áfram skipuleggja frekari aðgerðir á staðnum en menn óttast mengunarslys þar sem í skipinu eru 104 tonn af eldsneyti.
Myndskeiðið hér að ofan var tekið í Helguvík í morgun. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi
Myndskeiðið hér að ofan var tekið í Helguvík í morgun. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi