Fimmtudagur 3. febrúar 2011 kl. 18:24

Óttaðist að Farsæll myndi sökkva - Svona er sjómannslífið

Grétar Þorgeirsson skipstjóri átti allt eins von á því að Farsæll myndi sökkva eftir að bátur hans varð fyrir ítrekuðum brotum í innsiglingunni til Grindavíkur í gærkvöldi. Mannskapnum um borð var mjög brugðið og gerði ráð fyrir hinu versta. Menn voru byrjaðir að klæða sig í björgunargalla þegar Grétar kom bátnum út úr brotunum. Hann segir að þetta sé sjómannslífið og menn geti átt von á hinu óvænta hvenær sem er.

Hilmar Bragi Bárðarson átti ítarlegt samtal við Grétar á kajanum í Grindavík í dag þar sem Grétar sagði lífsreynslusögu úr innsiglingunni við Grindavík frá því í gærkvöldi. Viðtalið má sjá hér í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is.