Ótrúlegt sjónarspil þegar Mriya tók á loft
– sjáið flugtak stærstu þotu heims í háskerpu
Það var mögnuð upplifun að fylgjast með stærstu flugvél heims, Antonov 225 Mriya taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 02 í nótt.
Þessi risastóra þota þurfti að nýta sér lengd Keflavíkurflugvallar, enda ofurþungur farmur um borð sem nú er verið að fljúga með til Kanada. Ferðalagið hófst í Þýskalandi og vélin á eftir að stoppa á flugvelli í Goose Bay til að taka eldsneyti til að geta haldið ferðalaginu áfram.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mriya taka á loft til suðurs. Myndskeiðið er tekið upp í háskerpu og því um að gera að njóta þess að sjá ferlíkið kveðja Keflavíkurflugvöll í HD 1080P myndgæðum.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson