Laugardagur 29. nóvember 2014 kl. 09:00

Óskarsverðlaun Guðnýjar

– Guðný Kristjánsdóttir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta

Leikhússpíran Guðný Kristjánsdóttir hlaut á dögunum Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2014. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum en það hefur Guðný svo sannarlega gert.

Guðný segir verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir sig enda hafi hún lifað og hrærst í menningarheimi í rúma þrjá áratugi. „Þetta hefur mikla og merkilega þýðingu fyrir mig. Eins og ég sagði við athöfnina þá eru þetta bara eins og Óskarsverðlaun fyrir mig. Það er mjög merkilegt að fá svona viðurkenningu fyrir þau störf sem maður hefur unnið fyrir menningarlíf bæjarins. Ég er ótrúlega stolt og þakklát  fyrir verðlaunin,“ sagði Guðný í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta. Viðtalið í heild sinni má horfa á í meðfylgjandi myndskeiði.