Þriðjudagur 31. júlí 2012 kl. 10:23

Óskar: Ætlum að halda okkur uppi

Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga sagði í samtali við Víkurfréttir í gær að það væri alltaf jafn sárt að tapa en lið hans beið lægri hlut gegn Keflvíkingum á útivelli í Pepsi-deildinni í fótbolta. Óskar ræddi einnig um stöðu Grindvíkinga en hann segir Grindvíkinga staðráðan í að halda sæti sínu í deildinni og ef einhverjir geti haldið sér uppi þá sé það þeir.