Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 26. október 2019 kl. 03:26

Öryggið á oddinn!

Nú er nýafstaðin öryggisvika á Keflavíkurflugvelli þar sem starfsfólk í flugþjónustu var frætt um ýmis öryggismál á flugvellinum. Meðal annars fór hópur fólks um flughlöðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leitaði að smáhlutum sem m.a. geta valdið tjóni á flugvélum.

Fjallað er um öryggisvikuna í innslaginu í spilaranum hér að ofan.