Fimmtudagur 3. maí 2018 kl. 20:00

Örþörungar og skólahreysti í Suðurnesjamagasíni

- ásamt fótbolta og framkvæmdum í flugstöðinni

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is núna kl. 20:00. Í þessum þætti kynnum við okkur örþörungarækt hjá Algalíf í Reykjanesbæ. Við höldum áfram að skoða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og þá hitum við upp fyrir nágrannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í Pepsideild karla í knattspyrnu. Árnafréttir eru á sínum stað og nú með Skólahreysti og við endum þáttinn á piparkökubakstri.