Orion P3 lendir með slökkt á hreyfli
Kanadísk Orion P-3 kafbátaleitarflugvél lenti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan eitt í dag með dautt á einum hreyfli. Sautján manns voru í áhöfn vélarinnar.
Það var á ellefta tímanum í morgun sem lýst var yfir óvissustigi eftir að flugvélin missti afl á einum af fjórum hreyflum.
Flugvélin hringsólaði suður af landinu í um tvær klukkustundir til að brenna eldsneyti áður en vélin kom svo inn til lendingar.
Lendingin gekk að óskum.
Meðfylgjandi myndskeið tók Hilmar Bragi þegar vélin var í aðflugi að Keflavíkurflugvelli kl. 13:12 í dag.