Óperuperla í íslenskri náttúrufegurð
Alexandra Chernyshova hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við óperuperluna Quando men vo úr óperunni "La Boheme" eftir G.Puccini. Myndbandið gefur hún út á afmælisdeginum sínum.
„Það er svo fallegt að fá í gjöf tónlistarmyndband frá eiginmanninum Jóni Hilmarssyni sem er snillingur í ljósmyndum og myndbandsgerð. Lagið var tekin upp í rólegheitum í júlí á þessu ári og svo var myndbandið tekið upp og set saman í haust, þannig að það tók fjóra mánuði að gera þetta myndbandið,“ segir Alexandra.
Hún segir að það hafi verið svolítil áskorun að syngja í ísköldum íshelli í galakjól. „Fyrst var svolítið kalt og blautt, en einnig hafði ég áhyggjur af drungalegu hljóði sem heyrist inni hellinum. Ég var að hugsa hvort íshellirinn væri að fara að hrynja. Guði sé lof að við vorum búin eftir klukkutíma og náðum skemmtilegum myndaskotum,“ segir Alexandra jafnframt.
„Vatnajökull er einn af uppáhaldsstöðum mínum á Íslandi og það er svo mikill fegurð þarna á þessum ísbláa kuldastað,“ heldur hún áfram. „Og svo var það ofurkröftugt og fagurt hundrað ára reyniviðartré við Sandfell og græna fjallið Mælifell uppi á hálendinu þar sem við gerðum einnig tökur. Okkur fannst þetta passa fullkomlega inn í frægustu Waltz Musettu um ástina, hamingjuna og fegurðina.“
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.