Sunnudagur 15. apríl 2012 kl. 11:39

Ólöf Helga: Ég elska Njarðvík



Ólöf Helga Pálsdóttir fyrirliði Njarðvíkinga hefur sennilega ekki fagnað með því að fá sér kaffi og kökur og horfa á rómantíska bíómynd í gær en hún var kampakát í spjalli við Víkurfréttir í gær. Njarðvíkingar tryggðu sér þá fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu kvennaboltans hjá félaginu og Ólöf fór lofsamlegum orðum um félagið.