Sunnudagur 10. október 2010 kl. 13:43

Óli lokbrá heimsótti ráðherra á borgarafundi

Óli lokbrá læðist inn, létt og ofur hljótt, segir í vögguvísu. Þessi sami Óli virðist hafa heimsótt Ögmund Jónasson ráðherra á borgarafundi um atvinnumál, sem haldinn var í Stapa sl. fimmtudag. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá fundinum þá er alveg ljóst að ráðherra þarf að „hvíla augum“. Kannski ekkert skrítið, þar sem mikið mæðir á ráðherrum þessa lands að leysa úr vanda þjóðarinnar.