Ólafur treður yfir tröllið
- Myndband
Ólafur Ólafsson fór algjörlega á kostum í gær þegar Grindvíkingar komust í 2-1 gegn Þórsurum í úrslitakeppni karla í körfuboltanum. Ólafur er þekktur fyrir hrikaleg háloftatilþrif og í gær bauð hann upp á eina af sínum allra bestu troðslum yfir stærsta mann Íslands. Ragnar Nathanaelsson er 2.18 cm en honum tókst ekki að stöðva Ólaf þegar hann var kominn á skrið í Röstinni í gær. Sjón er sögu ríkari en troðsluna góðu má sjá hér að neðan.