Miðvikudagur 31. október 2012 kl. 18:25

Ólafur Ragnar: „Barátta upp á líf og dauða“

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom í heimsókn í Grunnskóla Sandgerðis, Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ..

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom í heimsókn í Grunnskóla Sandgerðis, Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag að tilefni forvarnardags. Heimsóknin var vel heppnuð og tóku nemendur vel á móti forsetanum sem fræddi unga sem eldri nemendur um mikilvægi þess að halda sig fram áfengi og vímuefnum á unglingsárunum.

„Nemendurnir eru mjög móttækilegir fyrir þessum forvarnarboðskap og greinilega staðráðin í að gera sitt besta til að lifa heilbrigðu lífi. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá þennan gríðarlega fjölda sem var í Fjölbrautaskólanum og skynja hvað þau voru móttækileg fyrir því að þetta er barátta upp á líf og dauða. Þetta er barátta sem snýst um það að koma í veg fyrir að ‚sölumenn dauðans‘, sem markaðssetja vímuefnin og selja þau á götunum, geti eyðilagt líf ungs fólks,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Víkurfréttir.

Nánar má heyra í Ólafi í viðtalinu hér að neðan og í ungum nemendum í Myllubakkaskóla.


Hátt í 500 nemendur og starfsfólk FS hlýddu ræðu Ólafs Ragnars í dag.