Ólafur Örn: Frekar lélegur leikur
„Þetta var frekar lélegur leikur. Við komumst aldrei inn í leikinn og vorum að strögla allan tímann og vorum ekki að skapa okkur í leiknum og Valsarar voru einfaldlega betri en við,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir 0-2 tap gegn Val á Grindavíkurvelli í kvöld í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.
Með sigri sínum í kvöld komst Valur á topp deildarinnar. Ólafur sagði sína menn vera svekkta út í sjálfa sig og að hafa ekki gert betur í leiknum í kvöld.
Viðtal við Ólaf Örn má sjá hér að ofan. Svipmyndir úr leiknum eru hér að neðan þar sem erfiðlega gengur að setja myndir inn í myndasafn VF.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson