Sunnudagur 23. maí 2010 kl. 14:56

Ólafur: Hér býr kraftmikið fólk

Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, segist ósáttur við það að eignir bæjarins hafi farið inn í Fasteign og leigan sé alltof há. Þá segir hann grátlegt að horfa upp á sölu HS Orku til erlendra aðila. Það sem hins vegar standi uppúr sem jákvæð tíðindi séu skólamál og umhverfismál í Reykjanesbæ. Þetta segir Ólafur m.a. í viðtali við Víkurfréttir á þeim tímamótum þegar hann er að hætta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hann segir kraftmikið fólk búa í Reykjanesbæ og hér sé gott að vera.
- Ítarlegt viðtal er við Ólaf í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.