Ökumaður þurfti að þvera brautina með vinstri beygju
Nýtt myndband frá Stopp-hópnum
Hópur Suðurnesjafólks sem hefur unnið að því að Reykjanesbraut verði tvöfölduð allt frá Leifsstöð til Hafnarfjarðar, vinnur nú að því að birta áhrifarík myndbönd þar sem rætt er við þá sem lent hafa í umferðarslysum á Reykjanesbraut. Hér má sjá nýjasta myndbandið þar sem Katrín Júlía Júlíusdóttir segir frá umferðarslysi sem hún lenti í á Reykjanesbraut þegar ökumaður þurfti að þvera brautina með vinstri beygju.