Óku blindandi á ofsahraða um Keflavíkurhöfn - video
Sigurður Arnar Pálsson og Guðbjörn Grétar Björnsson á Toyota Celica óku blindandi um hafnarsvæðið í Keflavík í Nesbyggðarrally Akstursíþróttafélags Suðurnesja í gærkvöldi. Í seinni ferð þeirra félaga um hafnarsvæðið opnaðist húddhlífin og lagðist yfir framrúðuna. Til þess að tapa ekki alltof mörgum sekúndum þá kusu þeir að aka blindandi um höfnina og hafa örugglega bara stutt sig við leiðarlýsingu aðstoðarökumanns. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndbandi sem Hilmar Bragi, kvikmyndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta tók í keppninni í gærkvöldi. Þetta er þriðja og síðasta myndbandið úr þessu Nesbyggðarrally sem birt er hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Eins og sjá má á þessari mynd er útsýni ökumanns ekkert út um framrúðu bílsins. Þeir komust á leiðarenda með húddhlífina fyrir andlitinu!
Þessir félagar óku í gegnum hindrun á brautinni...
... á meðan aðrir snertu ekki götuna!
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi