Ögmundur vill ekki álver og ECA
Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði eftir borgarafund í Stapa nú undir kvöld að hann vildi virkja kraftinn í Suðurnesjamönnum í að skoða aðra kosti í atvinnumálum en álver í Helguvík og ECA flugverkefnið. Ögmundi hugnast ekki álver í Helguvík og segist hafa látið flugmálayfirvöld skoða ECA verkefnið og segir að flugmálastjórn hafi miklar efasemdir um verkefnið og það kunni að skaða atvinnuhagsmuni.
Ögmundur sagði að borgarafundurinn síðdegis hafi verið kröftugur fundur sem endurspelgar mikla samstöðu í samfélaginu og eins áhyggjur manna. Hann sagði skuldastöðuna bágbornari á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og ríkisstjórnin sé að blása til sóknar í þeim málum.
Ögmundur segist ekki sammála áherslum Suðurnesjamanna sem hafa sett stóriðju og orkufrek verkefni í forgang og eins hið umdeilda ECA flugverkefni. Hann segist hafa efasemdir um stóriðjuna og hún sé rétta verkefnið fyrir okkur. Hann bætti reyndar við að ef orkan væri til staðar horfði málið öðruvísi við.
Ögmundur lagði áherslu á að það væri mikilvægt að fella pólitíska múra og menn þyrftu á samstöðu að halda og það væri það jákvæða sem komið hafi út úr borgarafundinum í Reykjanesbæ síðdegis.
Ítarlegt viðtal við Ögmund eftir fundinn er hér í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is.