Öflugt net starfsmanna virkjað
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði stórt og öflugt net starfsmanna vera virkjað innan stjórnkerfis sveitarfélagsins þegar atburðir verða eins og sá sem reið yfir þann 8. febrúar sl. Þá rofnaði hitaveituæð frá Svartsengi til Fitja og byggðin í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum varð án hitaveitu í nokkra sólarhringa. Erindi Halldóru Fríðu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði frá upplýsingafundi um afhendingaröryggi vatns og raforku sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi.