Óðinn og Wembley í Suðurnesjamagasíni
Við förum með safnskipinu Óðni í minningarathöfn vestur af Garðskaga í þætti vikunnar. Rætt er við Magna Óskarsson skipherra og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands í innslaginu. Í lok þáttarins er svo sýnd upptaka frá minningarathöfninni.
Í þættinum förum við einnig á Wembley með tippmeistara Víkurfrétta, Hámundi Erni Helgasyni.
Suðurnesjamagasín er reglulega á dagskrá Sjónvarps Víkurfrétta. Þáttur vikunnar er sá fimmtándi á þessu ári en númer 472 af þáttum Suðurnesjamagasíns frá upphafi.