Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 23:19

Nýttum ekki möguleika okkar í þessum leik

„Við nýttum ekki möguleika okkar í þessum leik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga í viðtali við Víkurfréttir eftir tapleikinn við Breiðablik á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld.


Hann sagði það alltaf erfitt að tapa á heimavelli og að möguleikar Keflvíkinga hafi verið í fyrri hálfleik. Þá hafi heimamenn vaðið í færum en ekki klárað sóknir eins og lagt hafi verið upp með. Viðtalið við Willum er í heild sinni hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.