Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
Bláa lónið opnaði nýtt lúxushótel í apríl 2018 en það hafði átt sér langan aðdraganda en fyrstu hraunhellunni var lyft í framkvæmdinni um miðjan desember árið 2014 en þá sagði Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins að þessi framkvæmd væri punkturinn yfir i-ið í uppbyggingu Bláa Lónsins og myndi styrkja vörumerkið Blue Lagoon Iceland gríðarlega.
Bygging hótelsins kostaði á fjórða milljarð króna en mikið er lagt upp úr upplifun gresta í náinni snertingu við náttúruna en Bláa lónið er eitt af undrum veraldar. Víkurfréttir eru fyrsti íslenski fjölmiðillinn til að heimsækja nýja hótelið.